Hoppa yfir valmynd

Saga

Árið 2012 hófst undirbúningsferli innan Póst- og fjarskiptastofnunar, nú Fjarskiptastofu, að stofnunar teymis sem sinnti netöryggi íslenskra fjarskiptainnviða. Með setningu laga 2013 tók netöryggissveitin CERT-IS formlega til starfa sem hluti af stofnuninni með þrjú stöðugildi.  

Með tilkomu NIS tilskipunar Evrópusambandsins og innleiðingu hennar á Íslandi með lögum um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða 2020 jókst hlutverk sveitarinnar mikið. 

Við breytinguna og í kjölfarið tilnefningar um rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu stækkaði þjónustuhópur sveitarinnar úr því að vera grunn fjarskiptainnviðir Íslands upp í um 60 stofnanir og fyrirtæki víðs vegar um land. 

Samhliða þessu hefur sveitin stækkað og telur nú 12 stöðugildi. Virkir sviðshópar eru 6 ásamt þjónustu við opinbera aðila, samstarf við aðra innlenda viðbragðsaðila hefur stórelfst ásamt alþjóðasamvinnu. 

Markmið sveitarinnar er að standa fyrir reglulegum æfingum með aðilum sviðshópa, auka upplýsingamiðlun og virkt samstarf innanlands ásamt að vera tengiliður íslenskra stjórnvalda í alþjóðlegu samstarfi.