- Leiðbeiningar í atvikum
- /
- TLP skilgreining
TLP skilgreining
Traffic light Protocol (TLP) er staðall um dreifingu upplýsinga. Markmið hans er að tryggja að viðkvæmum upplýsingum sé dreift innan rétts hóps.
TLP notast við fjóra liti til að gefa til kynna mun á hversu viðkvæm gögnin eru og hve víða má dreifa þeim.
RED
Hvenær á að notast við það?
TLP:RED er notað þegar ekki er hægt að bregðast við upplýsingunum á árangursríkan máta án mikillar hættu gagnvart trúnaði, orðspori eða rekstri viðeigandi fyrirtækja eða stofnunar
Hvernig má deila upplýsingunum?
Upplýsingarnar eru aðeins fyrir augu og eyru þeirra sem upplýsingarnar eru stílaðar á. Það má því ekki deila þeim áfram til neins. Í samhengi funda eru upplýsingarnar eingöngu fyrir þá sem eru viðstaddir.
Amber + Strict
Hvenær á að notast við það?
TLP:AMBER er notað þegar upplýsingar krefjast stuðnings annarra til þess að brugðist sé við á árangursríkan máta, en þær fela í sér hættu gagnvart trúnaði, orðspori eða rekstri viðeigandi fyrirtækja eða stofnunar.
Hvernig má deila upplýsingunum?
Viðtakendur mega aðeins deila upplýsingunum til þeirra sem þurfa að vita (e. need-to-know) innan fyrirtækis. Ekki má deila þessum upplýsingum til tengdra aðila svo sem ytri þjónustuaðila eða viðskiptavina.
Amber
Hvenær á að notast við það?
TLP:AMBER er notað þegar upplýsingar krefjast stuðnings annarra til þess að brugðist sé við á árangursríkan máta, en þær fela í sér hættu gagnvart trúnaði, orðspori eða rekstri viðeigandi fyrirtækja eða stofnunar.
Hvernig má deila upplýsingunum?
Viðtakendur mega aðeins deila upplýsingunum til þeirra sem þurfa að vita (e. need-to-know) innan síns fyrirtækis og tengdra aðila eins og þjónustuhóps eða viðskiptavina.
Green
Hvenær á að notast við það?
TLP:GREEN er notað þegar upplýsingarnar eru gagnlegar til að auka vitund innan samfélagsins. Hægt er að tilgreina til hvaða samfélags upplýsingarnar eiga við. Aftur á móti ef samfélag er ekki skilgreint frekar má áætla að upplýsingarnar eiga erindi til netöryggissamfélagsins í heild sinni.
Hvernig má deila upplýsingunum?
TLP:GREEN má deila milli allra samstarfsfyrirtækja og annarra fyrirtækja í sama samfélagi, en ekki dreifa opinberlega.
CLEAR
Hvenær á að notast við það?
TLP:CLEAR er notað þegar upplýsingarnar innihalda lágmarks eða enga áhættu á að vera misnotaðar ef þær birtast opinberlega.
Hvernig má deila upplýsingunum?
TLP:CLEAR er notað þegar upplýsingarnar innihalda lágmarks eða enga áhættu á að vera misnotaðar ef þær birtast opinberlega.
Hægt er að lesa frekar um TLP hér.