EN

Um okkur

CERT-IS er netöryggissveit íslenskra stjórnvalda með áherslu á mikilvæga innviði. Helsta markmið okkar er að draga úr áhættu á netárásum og öðrum netöryggisatvikum sem upp koma á Íslandi. Við vinnum að því að takmarka útbreiðslu á atvikum og tjóni eins og kostur er. Einnig stuðlum við að bættri ástandsvitund í netöryggismálum hér á landi ásamt því að styðja að markvissum og samhæfðum viðbrögðum við ógnum, áhættu og atvikum.  
CERT er alþjóðleg skammstöfun sem stendur fyrir Computer Emergency Response Team sem hefur verið þýtt sem netöryggissveit eða netöryggisteymi. Skammstöfunin CSIRT eða Computer Security Incident Response Team hefur einnig verið notuð vegna vegna vörumerkjaskráninga Carnegie Mellon University á CERT skammstöfuninni, en enginn merkingarmunur er á hugtökunum.  
Scroll to Top