- Leiðbeiningar í atvikum
- /
- Samstarf með Almannavörnum
Samstarf með Almannavörnum
Samstarf milli CERT-IS og Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra snýr að skipulögðu viðbragði við alvarlegu eða útbreiddu atviki og áhættu sem ógnar net- og upplýsingaöryggi mikilvægra innviða . CERT-IS ber skylda til að upplýsa Ríkislögreglustjóra um stöðu mála samkvæmt 14. gr. laga nr. 78/2019.
Þegar viðbragðsáætlun Almannavarna vegna netvár er virkjuð er lýst yfir einu af þremur stigum; óvissustig, hættustig eða neyðarstig. CERT-IS og rekstraraðilar nauðsynlegrar þjónustu hafa skilgreint hlutverk samkvæmt þeirri áætlun og fer samkvæmt viðbragðsáætlun um viðbragð aðila.