- Leiðbeiningar í atvikum
- /
- Tilkynningar um atvik og áhættu
Tilkynningar um atvik og áhættu
RED
Hvenær á að notast við það?
Hvernig má deila upplýsingunum?
Amber + Strict
Hvenær á að notast við það?
Hvernig má deila upplýsingunum?
Amber
Hvenær á að notast við það?
Hvernig má deila upplýsingunum?
Green
Hvenær á að notast við það?
Hvernig má deila upplýsingunum?
CLEAR
Hvenær á að notast við það?
Hvernig má deila upplýsingunum?
Tilkynningar um atvik og áhættu
Tilkynningarleiðir
Hægt er að tilkynna til CERT-IS með eftirfarandi hætti:
- Tilkynningarform
- Tölvupóstur á [email protected]
- Hringja í +354 510 1540
- Þjónustuhópar okkar geta hringt í bakvaktarnúmer CERT-IS utan dagvinnutíma
- Vefveiðapósta er hægt að áframsenda á [email protected], ef óskað er eftir viðbragði þarf okkur einnig að berast tilkynning í gegnum ofangreindar leiðir
Við hjá CERT-IS fylgjumst með tilkynningum í gegnum ofangreindar leiðir á hefðbundnum dagvinnutíma á virkum dögum milli klukkan 8:00-16:00 fyrir utan bakvaktarnúmer. Bakvaktarnúmer er virkt utan hefðbundins dagvinnutíma allt árið um kring.
Við hvetjum alla til að nota tilkynningarformið okkar á vefnum. Formið nær einnig yfir Skyldutilkynningar fyrir mikilvæga innviði samkvæmt 8. gr. í lögum nr. 78/2019 og fjarskiptafélög samkvæmt 80. gr. laga nr. 70/2022.
Ef um viðkvæmar upplýsingar er að ræða er hægt að senda þær dulkóðaðar í gegnum tölvupóst með t.d. PGP. Hafið samband við okkur til að nota aðrar leiðir.
Trúnaður
Starfsfólk CERT-IS er bundið sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 19. gr. laga nr. 78/2019 og er undanskilið upplýsingalögum nr. 140/2012, nær það til allra gagna og upplýsinga sem tilheyra starfsemi sveitarinnar.
Farið er með tilkynningar sem trúnaðarmál og mun CERT-IS ekki deila upplýsingum um einstaka atvik, persónugreinanlegum upplýsingum eða öðrum viðkvæmum gögnum með öðrum nema með leyfi tilkynnanda.
Upplýsingar um vefveiðapósta sendir á [email protected] verða notaðar til að varpa ljósi á þær vefveiðaherferðir sem eru í gangi á Íslandi.
Upplýsingar varðandi atvik hjá mikilvægum innviðum sem flokkast undir Skyldutilkynningu samkvæmt 8. gr. laga nr. 78/2019 eru áframsendar til viðeigandi eftirlitsstjórnvalds að beiðni tilkynnanda.
CERT-IS starfar með Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra og er skylt að tilkynna til þeirra ef um alvarleg eða útbreidd atvik er að ræða sem hafa áhrif á þjónustuhópa CERT-IS, almannahagsmuni eða þjóðaröryggi, sjá nánar hér.