frett, Fréttir

CERT-IS varar við svikasímtölum og bylgju fyrirmælasvika

CERT-IS telur ástæðu til að vara við svikasímtölum sem berast viðtakendum frá innlendum farsímanúmerum. Um er að ræða svikasímtöl þar sem aðili kynnir sig á ensku og segist vera að hringja frá Microsoft. Um er að ræða svik þar sem viðkomandi reynir að telja þér trú um að Microsoft viti af villu eða bilun í tölvunni þinni og þurfi aðgang að tölvunni til að lagfæra villuna. Einnig bylgju fyrirmælasvika.