frett, Fréttir

Alvarlegir veikleikar lagaðir á Microsoft Patch Tuesday, VMware og Adobe Acrobat

Microsoft hefur gefið út mánaðarlegar uppfærslur tengdar Microsoft Patch Tuesday. Að þessu sinni eru gefnar út uppfærslur vegna 61 veikleika í heildina, og er 1 þeirra merktur sem mjög alvarlegur (e. critical) [1,2]. Einnig hefur VMware og Adobe Acrobat hafa gefið út uppfærslur til að lagfæra alvarlega veikleika í sínum vörum. CERT-IS mælir með að uppfæra án tafa og fara eftir ráðleggingum frá Microsoft. Mikilvægt er að lesa yfir leiðbeiningar frá Microsoft til að koma í veg fyrir að uppfærslur valdi truflunum.