frett, Fréttir

Veikleikar í FTD og ASA hjá Cisco

Tilkynnt hefur verið um veikleika í Adaptive Security Appliance (ASA) og Firepower (FTD) frá Cisco. Staðfest er að veikleikarnir hafa verið nýttir af ógnarhópnum ArcaneDoor til þess að brjótast inn í netkerfi stjórnvalda víðsvegar um heiminn [1]. Vert er að athuga að Akira hópurinn sem hefur staðið á bakvið árásir á íslensk fyrirtæki og stofnanir að undanförnu misnotar gjarnan veikleika í Cisco til innbrota [2,3]. CERT-IS mælir með að uppfært sé eins fljótt og auðið er í útgáfu þar sem veikleikinn hafa verið lagfærðir.