EN

13. mars, 2024

frett, Fréttir

Þriðjudagur til bóta: Öryggisuppfærslur Microsoft í mars

Microsoft hefur gefið út mánaðarlegar uppfærslur tengdar Microsoft Patch Tuesday. Að þessu sinni eru gefnar út uppfærslur vegna 60 veikleika í heildina, og eru 2 þeirra merktir sem mjög alvarlegir (e. critical) [1]. CERT-IS mælir með að uppfæra án tafa og fara eftir ráðleggingum frá Microsoft. Mikilvægt er að lesa yfir leiðbeiningar frá Microsoft til að koma í veg fyrir að uppfærslur valdi truflunum.

frett, Fréttir

Alvarlegir veikleikar hjá Fortinet

Fortinet hefur gefið út öryggisuppfærslur vegna nokkurra alvarlegra veikleika sem ná til FortiClientEMS, FortiOS og FortiProxy [1]. CERT-IS mælir með að uppfært sé eins fljótt og auðið er í útgáfu þar sem veikleikarnir hafa verið lagfærðir.

Scroll to Top