frett, Fréttir

Þriðjudagur til bóta og veikleiki í Roundcube

Microsoft gaf út [1] sinn hefðbundna bótapakka síðasta þriðjudag (Patch Tuesday) sem inniheldur safn öryggisuppfærslna á kerfum og tólum fyrir notendur hugbúnaðar frá þeim. Nokkrar uppfærslurnar eru vegna alvarlegra veikleika í kerfunum og hefur innviða- og netöryggisstofnun Bandaríkjanna, CISA, upplýst að ógnaraðilar eru nú þegar að misnota tvo veikleika sem voru lagaðir í febrúar. CERT-IS mælir með að uppfæra kerfi eða fylgja leiðbeiningum framleiðanda til að koma í veg fyrir tjón.