frett, Fréttir

Bótadagur – Microsoft Patch Tuesday – desember

Microsoft hefur gefið út uppfærslur tengt hefðbundnum mánaðarlegum bótadegi Microsoft (e. Microsoft Patch Tuesday) [1]. Að þessu sinni er upplýst um 34 tilkynningar vegna veikleika og þar af eru fjórir mjög alvarlegir (e. critical). Upplýst er um einn núlldagsveikleika, CERT-IS mælir með að uppfæra án tafa og fara eftir ráðleggingum frá Microsoft. Mikilvægt er að lesa vel leiðbeiningar frá Microsoft til að koma í veg fyrir að uppfærslur valdi truflunum.