frett, Fréttir

Greining: Vefveiðaherferð á Íslandi 13. júlí 2023

Fimmtudaginn 13. júlí 2023 barst CERT-IS fjöldi tilkynninga um SMS vefveiðiárásir. Viðtakendur fengu SMS sem virtist koma frá flutningsfyrirtækinu DHL en var í raun frá óprúttnum aðila. Í skilaboðunum var hlekkur sem vísaði á svikasíðu þar sem fiskað var eftir persónu- og kreditkortaupplýsingum. Við rannsókn á síðunni komst CERT-IS í vefþjón árásaraðilans og fann þar m.a. öll gögn sem fórnarlömb höfðu fyllt út á svikasíðunni. Í ljós kom að 54 einstaklingar og þrjú fyrirtæki á Íslandi höfðu fyllt inn upplýsingar. Við greininguna kom einnig í ljós að svikin höfðu verið í gangi í Lúxemborg, Noregi og Möltu. Samtals var þarna að finna 1295 persónu- og 790 kreditkortaupplýsingar. Mögulegt fjárhagslegt tjón er metið á u.þ.b. 47 milljónir ISK.