frett, Fréttir

Veikleikar í Cisco búnaði, Nagios XI og libwebp

Cisco hefur tilkynnt um veikleika í ýmsum Cisco hugbúnaði sem það hefur lagað í uppfærslupakka sem kom út í september. Flestar lagfæringarnar eru fyrir IOS og IOS XE, en einnig voru veikleikar í Cisco SD-WAN Manager hugbúnaðinum lagfærðir. Tilkynnt hefur verið um veikleika í Nagios XI sem gerir ógnaraðila kleift að hækka réttindi notanda (e. privilege escalation) og skoða gögn í gagnagrunni eins og lykilorð (e. password hashes) og aðgangslykla (e. API tokens). Rannsakendur frá Apple og Citizens Labs í Kanada uppgötvuðu að ógnaraðilar voru að nýta veikleika í libwebp kóðasafni frá Google til innbrota í snjallsíma.