frett, Fréttir

CERT-IS varar við QR-kóða vefveiðipóstum

CERT-IS þykir ástæða að vara við QR-kóða vefveiðipóstum sem aukning hefur orðið á síðustu daga. Þeir lýsa sér þannig að notanda berst tölvupóstur sem inniheldur QR-kóða og virðist koma frá þekktum þjónustuaðila. Oft á tíðum skannar fólk kóðann með símanum sínum án þess að hugsa sig tvisvar um, en í þessum tilfellum opnast svikasíða sem óskar eftir persónu- eða greiðslukortaupplýsingum. Því að svikahlekkurinn er hulin í QR kóðanum getur tölvupósturinn komist í fram hjá hefðbundnum vörnum.