frett, Fréttir

Alvarlegur núlldagsveikleiki í Ivanti Sentry

Tilkynnt hefur verið um alvarlegan núlldagsveikleika í Ivanti Sentry [1,2,4]. Veikleikinn gerir ógnaraðila kleift að breyta stillingum (e. change configuration), keyra skipanir (e. run system commands) eða skrifa skrár á kerfið (e. write files onto the system). Bleepingcomputer varar við að veikleikinn sé þegar misnotaður af ógnaraðilum [4]. CERT-IS mælir með að fylgja leiðbeiningum Ivanti um útfærslu mótvægisaðgerða og fylgjast með frekari tilkynningum frá Ivanti [2]. Athugið að veikleikinn er til staðar í Ivanti Sentry, en ekki öðrum vörum eins og Ivanti EPMM, MobileIron Cloud eða Ivanti Neurons for MDM.