EN

28. júlí, 2023

frett, Fréttir

Veikleiki í Zimbra

Tilkynnt var um alvarlegan veikleika í Zimbra Colloboration Suite (ZCS) hjá Zimbra. Zimbra hefur tilkynnt um núlldags veikleikann CVE-2023-38750 í Zimbra Collaboration Suite (ZCS) [2] sem er þegar misnotaður af ógnaraðilum. Fyrst var tilkynnt um veikleikann 13. júlí af Zimbra sem gaf út leiðbeiningar fyrir kerfisstjóra um hvernig mætti koma í veg fyrir misnotkun. Ekki var gefin út uppfærsla á þeim tíma. Þann 26. júlí síðastliðinn gaf Zimbra síðan út uppfærslu [2] vegna veikleikans og þá kom fram að ógnaraðilar væru byrjaðir að misnota veikleikann. Samkvæmt BleepingComputer [1] var það öryggisteymi Google sem greindi notkun veikleikans. Ógnarhópar með tengsl við Rússland hafa áður misnotað Zimbra veikleika til að ráðast á stofnanir og opinber stjórnvöld á vesturlöndum með tengsl við NATO. CERT-IS mælir með að uppfært sé eins fljótt og auðið er í útgáfu þar sem veikleikinn hefur verið lagfærður.

frett, Fréttir

Veikleiki í Mikrotik beinum

Tilkynnt var um alvarlegan veikleika í RouterOS hjá Mikrotik beinum. Ekki hefur verið gefið út CVSS skor fyrir veikleikann enn sem komið er [4]. Samkvæmt [2,3] þá var fyrst upplýst um veikleikann í júní 2022 án þess að gefið væri út auðkenni (e. CVE identifier) eða lýsing á veikleikanum. Samkvæmt sömu heimildum lagfærði Mikrotik veikleikann í Stable útgáfu af RouterOS í október 2022 og loks var gefin út uppfærsla þann 19. júlí síðastliðinn fyrir RouterOS Long-term. CERT-IS mælir með að uppfært sé eins fljótt og auðið er í útgáfu þar sem veikleikinn hefur verið lagfærður.

Scroll to Top