frett, Fréttir

Ábendingar frá CERT-IS um tæknilegar öryggisráðstafanir fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins

Leiðtogafundur Evrópuráðsins fer fram fer dagana 16. og 17. maí næstkomandi og mun CERT-IS hafa aukinn viðbúnað gagnvart netvá í aðdraganda og á meðan fundurinn stendur yfir. Er það samdóma álit sérfræðinga CERT-IS að gera má ráð fyrir að ógnahópar og mótmælendur muni nýta viðburðinn til að vekja á sér athygli með netárásáum á íslenskt netumhverfi.