frett, Fréttir

Alvarlegur veikleiki í Zimbra

Tilkynnt var um alvarlegan veikleika í Zimbra Collaboration (ZCS) hjá Zimbra. CISA hefur gefið út tilkynningu um að veikleikinn CVE-2022-27926 hafi verið nýttur til þess að herja á NATO aðildaríki [1]. Hópur tölvuþrjóta sem kallaður er Winter Vivern eða TA473 hefur nýtt sér veikleikan til þess að komast yfir vefpósta mikilvægra starfsmanna NATO aðildaríkja [2]. CERT-IS mælir með að uppfært sé eins fljótt og auðið er í útgáfu þar sem veikleikinn hefur verið lagfærður.