EN

Umfangsmikil netárás hafði áhrif á mikilvæga innviði

Mánudaginn 9. nóvember var gerð dreifð álagsárás á aðila innan fjármálageirans, svokölluð DDos árás. Um var að ræða stóra árás á íslenskan mælikvarða. Árásin hafði afleiðingar víðar s.s. hjá fjarskiptafélögunum, vegna bilunar í erlendri varnarþjónustu sem alla jafna hefði dregið mjög úr stærð hennar. Árásin hafði víðtæk áhrif, hún hríslaðist um fjarskiptainnviði landsins og kom einnig niður á  greiðsluþjónustu og auðkennisþjónustu hér á landi. Með góðri samvinnu tókst þó að lágmarka skaðann eins og hægt var.

CERT-IS vinnur nú með fjarskiptafélögunum og fjármálageiranum að greiningu á árásinni og mótvægisaðgerðum til þess að minnka möguleg áhrif á lykilinnviði við slíkar aðstæður í framtíðinni.

Scroll to Top