Október er alþjóðlegi netöryggismánuðurinn og Ísland lætur ekki sitt eftir liggja.
Á morgun föstudaginn 2. okt. er upphafsfundur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem ber heitið Netöryggi okkar allra. Fundurinn er hluti af viðburðum sem tengjast evrópska netöryggismánuðinum (European Cyber Security Month) og verður sendur út beint á vef Stjórnarráðsins kl. 13.00.
Öllum er velkomið að fylgjast með fundinum en gestir eru beðnir um að skrá þátttöku.
Hægt er að sjá nánar um átakið á vef ECSM og þar er einnig hægt að skoða viðburði í hverju landi fyrir sig.
CERT-IS hvetur alla aðila sem hyggja á viðburði tengda netöryggismálum að skrá þá vef átaksins: https://cybersecuritymonth.eu/countries/iceland