
CERT-IS varar við svikaherferðum sem beinast gegn rafrænum skilríkjum
CERT-IS þykir ástæða til þess að vara við vefveiðum (e. phishing) í gegnum smáskilaboð sem hafa færst í aukana á undanförnum vikum. Svindlið lýsir sér þannig að viðtakandinn fær SMS skilaboð sem líta út fyrir að vera frá þekktum innlendum þjónustuaðila um að bregðast þurfi við einhverju í flýti. Skilaboðunum