
CERT-IS setur á laggirnar vaktstöð netöryggis
Ný vaktstöð netöryggis (e. National Security Operations Center), sem tryggir sólarhringsvöktun og skjót viðbrögð við netógnum, er í burðarliðnum hjá CERT-IS. Verkefnið er samfjármagnað af Evrópusambandinu í gegnum styrkjaáætlunina Digital Europe og er liður í að efla netöryggi á Íslandi.








