EN

Fréttasafn

CERT-IS setur á laggirnar vaktstöð netöryggis

Ný vaktstöð netöryggis (e. National Security Operations Center), sem tryggir sólarhringsvöktun og skjót viðbrögð við netógnum, er í burðarliðnum hjá CERT-IS. Verkefnið er samfjármagnað af Evrópusambandinu í gegnum styrkjaáætlunina Digital Europe og er liður í að efla netöryggi á Íslandi.

Lesa frétt

Netöryggisæfingin Cyber Coalition 2025

Netöryggisæfingin Cyber Coalition 2025 fór fram dagana 28. nóvember til 4. desember og tók Ísland þátt ásamt 35 aðildar- og samstarfsríkjum. Æfingin hefur verið haldin árlega frá árinu 2008 á vegum NATO og er markmið netöryggisæfingarinnar að efla samvinnu og viðbragðsgetu þjóða gegn net- og fjölþáttaógnum.

Lesa frétt

Í tilefni af Singles Day og Svörtum Föstudegi

Nóvember er mánuður stórra netverslunardaga. Singles Day er afstaðinn, og fljótlega tekur við Svartur föstudagur, einn stærsti netverslunardagur ársins. Margir nýta þessa daga til að gera góð kaup og finna frábær tilboð. CERT-IS hvetur alla sem nýta sér tilboðin og panta heimsendingu að hafa góða yfirsýn yfir þær pantanir sem

Lesa frétt

Nýtt tilkynningaform CERT-IS

Nýtt tilkynningaform hefur verið sett í loftið. Nálgast má formið í gegnum tilkynningahnappinn á forsíðu CERT-IS.
Öllum er frjálst að tilkynna öryggisatvik til CERT-IS og eru allar upplýsingar meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

Lesa frétt

Svikaherferð – ógreiddur rafmagnsreikningur

CERT-IS varar við fágaðri svikaherferð þar sem því er haldið fram að rafmagnsreikningur sé ógreiddur. Svikin lýsa sér þannig að viðtakenda berst viðvörun um að ef að greiðsla berist ekki tafarlaust þá verði rafmagnsþjónusta þeirra rofin. Í póstinum er reynt að fá viðtakandann til að smella á falska greiðslusíðu með

Lesa frétt

Ný tegund svika – „Hæ mamma“

CERT-IS hefur borist tilkynningar vegna nýrrar tegundar svika þar sem óprúttnir aðilar látast vera börn viðtakanda. Eins og sjá má á skjáskotinu er því haldið fram að barn viðtakanda sé með nýtt símanúmer og hann beðinn að senda skilaboð í gegnum WhatsApp.

Lesa frétt

SMS svik í nafni Póstsins

CERT-IS varar við SMS-vefveiðum sem eru sendar í nafni Póstsins. Um er að ræða svikaherferð þar sem einstaklingar fá SMS á íslensku sem virðast koma frá Póstinum. Textinn í skilaboðunum getur verið mismunandi en í þeim er reynt að fá fólk til að smella á vefveiðisíðu.

Lesa frétt

Viðvörun vegna fyrirmælasvika 

Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika sem töluvert hefur borið á. Fyrirmælasvik er tegund svika þar sem fórnarlömb eru blekkt til að framkvæma aðgerðir á borð við bankamillifærslur á reikninga glæpamanna.

Lesa frétt
Scroll to Top