
Svikaherferð í gegnum vefpóst
CERT-IS varar við vefveiðaherferð þar sem yfirteknir aðgangar eru misnotaðir til að senda út vefveiðapósta sem innihalda excel skjal í viðhengi.
Skjalið leiðir inn á svika innskráningarsíðu í nafni Microsoft og reynt er að stela aðgangsupplýsingum. Póstarnir eru trúverðugir þar sem þeir koma frá traustum aðila.









