CERT-IS hefur virkjað samhæfingarferli vegna alvarlegs veikleika í algengum hugbúnaði
CERT-IS hefur sent frá sér snemmviðvörun í kjölfar tilkynningar um að virk skönnun sé í gangi á íslenska innviði þar sem reynt er að finna þá þjóna og kerfi sem eru með veikleika sem uppgötvaðist 9. desember síðastliðinn í kóðasafni sem heitir “log4j”.