EN

Fréttasafn

Tilkynning frá netöryggissveitinni CERT-IS

Vegna stríðsástands í Úkraínu steðjar aukin ógn að íslenskum innviðum. Eftirfarandi er mat CERT-IS á stöðunni ásamt almennum ráðleggingum til að bregðast við. Athugið að þessi greinargerð CERT-IS er eingöngu gerð út frá netöryggisþáttum.

Lesa frétt

Tilkynning frá netöryggissveitinni CERT-IS

Vegna stríðsástands í Úkraínu er aukin ógn sem steðjar að íslenskum innviðum. Eftirfarandi er mat CERT-IS á stöðunni ásamt almennum ráðleggingum til að bregðast við. Athugið að þessi greinargerð CERT-IS er eingöngu gerð út frá netöryggisþáttum.

Lesa frétt

Varað við RDoS árásum

DDoS (Distributed Denial-of-Service) er tegund af netárás þar sem einstaklingur eða hópur beinir mikilli netumferð inn á netlæga innviði fyrirtækis til að skerða afkastagetu. Umferðin er það mikil að netbúnaður hefur ekki undan að svara henni eða koma áfram þannig að notendur upplifa þjónusturof. RDoS, eða DDoS for Ransom, er tegund slíkra álagsárása þar sem gerð er DDoS árás sem fylgt er eftir með fjárkúgunarpósti. Oftast er hótað stærri árás ef ekki er greidd tiltekin upphæð.

Lesa frétt

Óvissustig Almannavarna vegna Log4j veikleikans

Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveitina CERT-IS og Fjarskiptastofu hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. Þetta var ákveðið í kjölfar fundar Almannavarna, netöryggissveitarinnar CERT-IS og Fjarskiptastofu í hádeginu í dag. Unnið er skv. viðbragðsáætlun almannavarna og CERT-IS um verndun ómissandi upplýsingainnviða.

Lesa frétt
Scroll to Top