Fagstjóri í netöryggissveit – CERT-IS
Netöryggissveitin CERT-IS leitar að fagstjóra atvikameðhöndlunar. CERT-ÍS starfar sem sér skipulagseining innan Fjarskiptastofu
Netöryggissveitin CERT-IS leitar að fagstjóra atvikameðhöndlunar. CERT-ÍS starfar sem sér skipulagseining innan Fjarskiptastofu
Vegna stríðsástands í Úkraínu steðjar aukin ógn að íslenskum innviðum. Eftirfarandi er mat CERT-IS á stöðunni ásamt almennum ráðleggingum til að bregðast við. Athugið að þessi greinargerð CERT-IS er eingöngu gerð út frá netöryggisþáttum.
CERT-IS hefur gefið út ársyfirlit þar sem farið er yfir netöryggisatvik sem urðu á árinu 2021.
Vegna stríðsástands í Úkraínu er aukin ógn sem steðjar að íslenskum innviðum. Eftirfarandi er mat CERT-IS á stöðunni ásamt almennum ráðleggingum til að bregðast við. Athugið að þessi greinargerð CERT-IS er eingöngu gerð út frá netöryggisþáttum.
Vegna stríðsástands í Úkraínu er aukin ógn sem steðjar að íslenskum innviðum. CERT-IS hefur ekki upplýsingar um atvik sem hafi raungerst á Íslandi eða eru tengd landinu.
DDoS (Distributed Denial-of-Service) er tegund af netárás þar sem einstaklingur eða hópur beinir mikilli netumferð inn á netlæga innviði fyrirtækis til að skerða afkastagetu. Umferðin er það mikil að netbúnaður hefur ekki undan að svara henni eða koma áfram þannig að notendur upplifa þjónusturof. RDoS, eða DDoS for Ransom, er tegund slíkra álagsárása þar sem gerð er DDoS árás sem fylgt er eftir með fjárkúgunarpósti. Oftast er hótað stærri árás ef ekki er greidd tiltekin upphæð.
CERT-IS sendir tilmæli til allra sem keyra fjarskjáborðsþjónustu að fara yfir og herða eldveggjareglur og breyta lykilorðum þeirra aðganga sem hafa réttindi kerfisstjóra.
Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu aflétta óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans.
Ekkert atvik hefur verið tilkynnt um innbrot inn í kerfi með Log4j veikleikanum.
Netöryggissveitin CERT-IS hefur aflað upplýsinga um stöðu mála frá rekstraraðilum nauðsynlegrar þjónustu og mikilvægra innviða á sviði orku-, heilbrigðis-, fjármála-, fjarskipta, stafrænna grunnvirkja og samgöngumála
Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveitina CERT-IS og Fjarskiptastofu hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. Þetta var ákveðið í kjölfar fundar Almannavarna, netöryggissveitarinnar CERT-IS og Fjarskiptastofu í hádeginu í dag. Unnið er skv. viðbragðsáætlun almannavarna og CERT-IS um verndun ómissandi upplýsingainnviða.
ATH! Uppfært 20. desember. Veikleikinn í Log4j kóðasafninu sem er einnig þekktur sem Log4Shell eða CVE-2021-44228, fékk CVSSv3 stigið 10 af 10 mögulegum [1] og er því alvarlegur veikleiki. Log4shell veikleikinn leyfir keyrslu spillikóða á búnaði eða gagnastuld.