
Varað við aukningu á fyrirmælasvikum (Business Email Compromise)
CERT-IS þykir ástæða til þess að vara við fyrirmælasvikum (e. BEC) sem hafa færst í aukana á undanförnum vikum. Svindlið lýsir sér þannig að viðtakandinn fær tölvupóst sem lítur út fyrir að vera frá þekktum einstaklingi eða fyrirtæki sem viðtakandinn hefur átt samskipti við. Í tölvupóstinum er oft óskað eftir greiðslum, eða að viðtakandinn framkvæmi tilteknar aðgerðir eins og að framfylgja pöntun.