Óvissustig Almannavarna vegna netárása aflétt
Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu hafa aflétt óvissustigi Almannavarna vegna netárása sem tengdust leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óvissustigið tók gildi þriðjudaginn 16. maí síðastliðinn. Leiðtogafundi Evrópuráðsins er formlega lokið og hefur greining CERT-IS leitt í ljós að umfang árásatilrauna hefur minnkað umtalsvert í kjölfarið. Varnir hafa virkað vel og