CERT-IS varar við svikum í gegnum Booking.com
Þann 31. ágúst 2023 varaði CERT-IS við vefveiðum í nafni gististaða á Booking.com. Samskonar herferð hefur aftur gert vart við sig og þykir því tilefni til að árétta viðvörunina. Árásarhópar hafa komist yfir aðganga gististaða og senda þaðan pósta á aðila sem eiga bókaða gistingu þar.