
Ný tegund svika – „Hæ mamma“
CERT-IS hefur borist tilkynningar vegna nýrrar tegundar svika þar sem óprúttnir aðilar látast vera börn viðtakanda. Eins og sjá má á skjáskotinu er því haldið fram að barn viðtakanda sé með nýtt símanúmer og hann beðinn að senda skilaboð í gegnum WhatsApp.