EN

Fréttasafn

Í tilefni af degi íslenskrar tungu: Hugtakasafn CERT-IS

Í tilefni af degi íslenskrar tungu hefur CERT-IS tekið saman hugtakasafn þar sem ensk tölvu- og netöryggishugtök eru útskýrð á íslensku. Safnið inniheldur bæði íslenskar þýðingar og skýringar á fjölda enskra orða og hugtaka sem tengjast tölvutækni, með sérstakri áherslu á netöryggi.

Lesa frétt

Microsoft 365 vefveiðar herferð

Borið hefur á bylgju vefveiðapósta í nafni Microsoft þar sem sendandi þykist vera IT support og að lykilorð sé að renna út. Einnig hefur borið á því að yfirteknir aðgangar hafa verið notaðir í að senda út vefveiðarpósta sem innihalda hlekk á skjal og þarf viðtakandi að auðkenna sig.

Lesa frétt

Þing Norðurlandaráðs 2024

Þing Norðurlandaráðs verður haldið í Reykjavík dagana 28. til 31. október. Tilkynnt hefur verið um komu Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, á fundinn sem ýtir undir þörfina á vel vörðum netkerfum um og eftir þingið.

Lesa frétt

Svikasímtöl – þú átt inneign

Mikið hefur borið á svikasímtölum undanfarið þar sem óprúttnir aðilar reyna að hafa fé af fólki. Símtölin eru oft látin líta út fyrir að vera frá íslenskum símanúmerum og yfirleitt er töluð enska.

Lesa frétt

CERT-IS varar við svikasímtölum og bylgju fyrirmælasvika

CERT-IS telur ástæðu til að vara við svikasímtölum sem berast viðtakendum frá innlendum farsímanúmerum. Um er að ræða svikasímtöl þar sem aðili kynnir sig á ensku og segist vera að hringja frá Microsoft. Um er að ræða svik þar sem viðkomandi reynir að telja þér trú um að Microsoft viti af villu eða bilun í tölvunni þinni og þurfi aðgang að tölvunni til að lagfæra villuna. Einnig bylgju fyrirmælasvika.

Lesa frétt

Fáguð Microsoft 365 Vefveiðaherferð

CERT-IS vill vekja athygli á fágaðri vefveiðaherferð sem beinir spjótum sínum að Microsoft 365 aðgangi notenda. CERT-IS mælir með að vera á varðbergi og tilkynna til okkar ef ummerki sjást um slíka árás.

Lesa frétt

Svikaskilaboð herja á Facebook

CERT-IS hefur tekið eftir aukningu á svindlskilaboðum á Facebook þar sem aðilar þykjast vera frá höfuðstöðvum Meta og senda skilaboð í nafni Facebook. Slík skilaboð eru yfireitt send á fyrirtæki en þó eru dæmi um að einstaklingar hafi fengið slík skilaboð. Þar er því haldið fram að síðan þeirra brjóti

Lesa frétt

CERT-IS varar við svikum í gegnum Booking.com

Þann 31. ágúst 2023 varaði CERT-IS við vefveiðum í nafni gististaða á Booking.com. Samskonar herferð hefur aftur gert vart við sig og þykir því tilefni til að árétta viðvörunina. Árásarhópar hafa komist yfir aðganga gististaða og senda þaðan pósta á aðila sem eiga bókaða gistingu þar.

Lesa frétt

Í tilefni af Singles Day og Svörtum Föstudegi

Nú er að ganga í garð mikil netverslunartörn. Næstu helgi er Singles day og Svartur Föstudagur fylgir þar fast á eftir. Þetta eru með stærstu netverslunardögum okkar Íslendinga og margir sem halda að sér höndum allt árið til að gera góð kaup yfir þá. CERT-IS hvetur alla sem nýta sér

Lesa frétt

Hollráð netöryggissveitarinnar CERT-IS

Í tilefni alþjóðlegs netöryggismánaðar langar CERT-IS að fara yfir nokkur hollráð. Netárásir geta valdið einstaklingum og fyrirtækjum skaða. Það er ómögulegt að koma í veg fyrir allar netárásir en hér verður farið yfir nokkur ráð til að sporna við þeim og lágmarka skaðann sem þær geta valdið.

Lesa frétt

CERT-IS varar við QR-kóða vefveiðipóstum

CERT-IS þykir ástæða að vara við QR-kóða vefveiðipóstum sem aukning hefur orðið á síðustu daga. Þeir lýsa sér þannig að notanda berst tölvupóstur sem inniheldur QR-kóða og virðist koma frá þekktum þjónustuaðila. Oft á tíðum skannar fólk kóðann með símanum sínum án þess að hugsa sig tvisvar um, en í þessum tilfellum opnast svikasíða sem óskar eftir persónu- eða greiðslukortaupplýsingum. Því að svikahlekkurinn er hulin í QR kóðanum getur tölvupósturinn komist í fram hjá hefðbundnum vörnum.

Lesa frétt

Netárásir í Úkraínustríðinu

Þegar allsherjar innrás Rússlands í Úkraínu hófst í febrúar 2022 var talið mjög líklegt að hefðbundnum árásum myndu fylgja fjöldi tölvuárása á úkraínska innviði og jafnvel bandamenn Úkraínu. Árásirnar yrðu á vegum rússneskra stjórnvalda eða hópum hliðhollum þeim.

Lesa frétt

CERT-IS varar við útsmognum SMS svikaskilaboðum

CERT-IS þykir ástæða til að vara við SMS svikaskilaboðum (e. smishing) sem hafa færst í aukana á undanförnum vikum. Svindlið lýsir sér þannig að viðtakandinn fær SMS sem virðist vera frá innlendum banka eða sendingarþjónustu eins og Póstinum, DHL, FedEx eða UPS. Þegar skilaboðin líta út fyrir að koma frá banka er algengt að þau tilkynni að aðgangi viðtakanda hafi verið lokað vegna öryggisráðstafanna. Skilaboð sem herma eftir sendingaþjónustu benda yfirleitt á að nauðsynlegar upplýsingar vanti til að ljúka tollafgreiðslu eða afhendingu.

Lesa frétt

Varað við aukningu á fyrirmælasvikum (Business Email Compromise)

CERT-IS þykir ástæða til þess að vara við fyrirmælasvikum (e. BEC) sem hafa færst í aukana á undanförnum vikum. Svindlið lýsir sér þannig að viðtakandinn fær tölvupóst sem lítur út fyrir að vera frá þekktum einstaklingi eða fyrirtæki sem viðtakandinn hefur átt samskipti við. Í tölvupóstinum er oft óskað eftir greiðslum, eða að viðtakandinn framkvæmi tilteknar aðgerðir eins og að framfylgja pöntun.

Lesa frétt

Óvissustig Almannavarna vegna netárása aflétt

Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu hafa aflétt óvissustigi Almannavarna vegna netárása sem tengdust leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óvissustigið tók gildi þriðjudaginn 16. maí síðastliðinn. Leiðtogafundi Evrópuráðsins er formlega lokið og hefur greining CERT-IS leitt í ljós að umfang árásatilrauna hefur minnkað umtalsvert í kjölfarið. Varnir hafa virkað vel og

Lesa frétt

Netárásir á íslenskt netumdæmi

CERT-IS staðfestir að netárásir hafa verið gerðar í íslenska netumdæminu og hefur ógnarhópurinn NoName057 lýst yfir ábyrgð. Dreifðum álagsárásum  ( e. DDoS attack) var beint gegn einstaka vefsíðum og hýsingaraðilum sem gerði það að verkum að margar vefsíður lágu tímabundið niðri. Viðbragðsaðilar hafa unnið að því að koma vefsíðum upp

Lesa frétt

Gagnalekar og samfélagsmiðlar

Samfélagsmiðlar eru gjarnan nýttir til að sýna frá daglegu lífi okkar. Flest erum við meðvituð um að pósta ekki myndum af viðkvæmum gögnum t.d. vegabréfum, greiðslukortum og flugmiðum. Tony Abbot, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, lenti einmitt illa í því eftir að hafa birt mynd af flugmiðanum sínum. Viðkvæmar upplýsingar eiga það þó

Lesa frétt

Ábendingar frá CERT-IS um tæknilegar öryggisráðstafanir fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins

Leiðtogafundur Evrópuráðsins fer fram fer dagana 16. og 17. maí næstkomandi og mun CERT-IS hafa aukinn viðbúnað gagnvart netvá í aðdraganda og á meðan fundurinn stendur yfir. Er það samdóma álit sérfræðinga CERT-IS að gera má ráð fyrir að ógnahópar og mótmælendur muni nýta viðburðinn til að vekja á sér athygli með netárásáum á íslenskt netumhverfi.

Lesa frétt

CERT-IS varar við svikaherferðum sem beinast gegn rafrænum skilríkjum

CERT-IS þykir ástæða til þess að vara við vefveiðum (e. phishing) í gegnum smáskilaboð sem hafa færst í aukana á undanförnum vikum. Svindlið lýsir sér þannig að viðtakandinn fær SMS skilaboð sem líta út fyrir að vera frá þekktum innlendum þjónustuaðila um að bregðast þurfi við einhverju í flýti. Skilaboðunum

Lesa frétt

Auglýsum eftir starfsfólki

CERT-IS auglýsir eftir sérfræðingum í netöryggi. Starfsemi CERT-IS fer stækkandi og auglýsum við því í tvær stöður hjá okkur. Annars vegar í atvikameðhöndlun og hinsvegar í greiningu á netöryggi. Störfin eru bæði fjölbreytt og spennandi og sjaldan einn dagur eins. Verkefnum CERT-IS hefur fjölgað hratt og er þetta tækifæri að

Lesa frétt

Ný árásarleið gagnvart Microsoft Exchange

Ný árásarleið uppgötvuð gagnvart kerfi Microsoft Exchange sem leiðir til þess að árásaraðilar geta sent sérstakar beiðnir á kerfið til að keyra kóða eða skipanir sem geta verið nýttar til innbrota (e. remote code execution).

Lesa frétt

Tilkynning frá netöryggissveitinni CERT-IS

Vegna stríðsástands í Úkraínu steðjar aukin ógn að íslenskum innviðum. Eftirfarandi er mat CERT-IS á stöðunni ásamt almennum ráðleggingum til að bregðast við. Athugið að þessi greinargerð CERT-IS er eingöngu gerð út frá netöryggisþáttum.

Lesa frétt

Tilkynning frá netöryggissveitinni CERT-IS

Vegna stríðsástands í Úkraínu er aukin ógn sem steðjar að íslenskum innviðum. Eftirfarandi er mat CERT-IS á stöðunni ásamt almennum ráðleggingum til að bregðast við. Athugið að þessi greinargerð CERT-IS er eingöngu gerð út frá netöryggisþáttum.

Lesa frétt

Varað við RDoS árásum

DDoS (Distributed Denial-of-Service) er tegund af netárás þar sem einstaklingur eða hópur beinir mikilli netumferð inn á netlæga innviði fyrirtækis til að skerða afkastagetu. Umferðin er það mikil að netbúnaður hefur ekki undan að svara henni eða koma áfram þannig að notendur upplifa þjónusturof. RDoS, eða DDoS for Ransom, er tegund slíkra álagsárása þar sem gerð er DDoS árás sem fylgt er eftir með fjárkúgunarpósti. Oftast er hótað stærri árás ef ekki er greidd tiltekin upphæð.

Lesa frétt

Óvissustig Almannavarna vegna Log4j veikleikans

Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveitina CERT-IS og Fjarskiptastofu hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. Þetta var ákveðið í kjölfar fundar Almannavarna, netöryggissveitarinnar CERT-IS og Fjarskiptastofu í hádeginu í dag. Unnið er skv. viðbragðsáætlun almannavarna og CERT-IS um verndun ómissandi upplýsingainnviða.

Lesa frétt

CERT-IS varar við svikaherferðum

Framundan eru vinsælar útsölur á netinu tengt Black Friday og Cyber Monday. Undanfarin ár hafa svikahrappar nýtt sér þessar útsölur í sviksamlegum tilgangi og hvetur CERT-IS alla til að vera sérstaklega varkár á þessum tímum.

Lesa frétt

CERT-IS varar við svikaherferðum

Síðustu daga hefur Netöryggissveitin séð aukningu í svikaherferðum í nafni sendingarfyrirtækja. Aukninguna má rekja til stórtilboðsdagsins „Dagur Einhleypra“ þann 11. nóvember þar sem verslanir kepptust við að hafa tilboð á vefverslunum sínum og bjóða upp á heimsendingarþjónustu. Svikarar nýta sér oft viðburði sem þennan til að hrinda af stað svikaherferðum

Lesa frétt
Scroll to Top