Í tilefni kosninga til Alþingis nóvember 2024
Nú færast kosningar til Alþingis nær og hvetur CERT-IS fólk til að vera á varðbergi gagnvart svikaherferðum sem nýta sér kosningar í sviksamlegum tilgangi. Þekkt er að þegar um hitamál í þjóðfélaginu er að ræða eins og kosningar, að þá lækkar þröskuldur hjá fólki til að smella á hlekki sem tengjast málefninu.