
Hnitmiðuð svikasímtöl herja á starfsmenn fyrirtækja
CERT-IS varar við hnitmiðuðum svikasímtölum þar sem svikarar reyna að blekkja starfsmenn fyrirtækja. Um er að ræða svikasímtöl sem berast viðtakendum frá innlendum farsímanúmerum, þar sem svikararnir falsa númerin sem hringt er úr (e. spoofing). Þeir kynna sig sem fulltrúa annars fyrirtækis, tala ensku og segjast þurfa aðgang að tölvu