EN

Veikleikar hjá SonicWall og Sophos

Sophos og SonicWall hafa gefið út uppfærslur vegna alvarlegra veikleika. CERT-IS mælir með að uppfært sé eins fljótt og auðið er í útgáfu þar sem veikleikarnir hafa verið lagfærðir.

Sophos Firewall

Sophos hefur sent frá sér uppfærslu fyrir Firewall vegna fimm veikleika og eru tveir af þeim flokkaðir sem mjög alvarlegir. Veikleikarnir CVE-2025-6704 og CVE-2025-7624 eru báðir með CVSSv3 veikleikastig upp á 9.8 [1].

SonicWall

SonicWall hefur sent frá sér uppfærslu fyrir SMA 100 series vegna veikleikans CVE-2025-40599 sem er með CVSSv3 veikleikastig upp á 9.1 [2].

Tilvísanir

[1] https://www.sophos.com/en-us/security-advisories/sophos-sa-20250721-sfos-rce
[2] https://www.bleepingcomputer.com/news/security/sonicwall-warns-of-critical-rce-flaw-in-sma-100-VPN-appliances/

Scroll to Top