Tilkynnt var um veikleika hjá Apple, WordPress og React Native. CISA gaf einnig út tilkynningu fyrir tvo veikleika sem verið er að misnota, þeir veikleikar eru í Gladinet og Control Web Panel (CWP). CERT-IS mælir með að uppfært sé eins fljótt og auðið er í útgáfu þar sem veikleikarnir hafa verið lagfærðir.
WordPress
Veikleikinn CVE-2025-5397 í JobMonster WordPress þemanu með CVSSv3 veikleika stig upp á 9.8 gerir árásaraðila kleift að komast yfir aðgang umsjónarmanns (e. admin).
– https://www.bleepingcomputer.com/news/security/hackers-exploit-critical-auth-bypass-flaw-in-jobmonster-wordpress-theme/
Veikleikinn CVE-2025-11833 í Post SMTP WordPress viðbótinni með CVSSv3 veikleika stig upp á 9.8 gerir óauðkenndum árásaraðila kleift að taka yfir aðganga.
– https://www.bleepingcomputer.com/news/security/hackers-exploit-wordpress-plugin-post-smtp-to-hijack-admin-accounts/
React Native
Veikleikinn CVE-2025-11953 í @react-native-community/cli með CVSSv3 veikleika stig upp á 9.8 gerir óauðkenndum ógnaraðila kleift að keyra skipanir á vélum sem keyra react-native-community/cli þróunar þjóna (e. development servers).
– https://thehackernews.com/2025/11/critical-react-native-cli-flaw-exposed.html
Apple
Big Sleep, sem heyrir undir Google, hefur fundið fimm veikleika í Safari WebKit frá Apple. Veikleikarnir eru CVE-2025-43429, CVE-2025-43430, CVE-2025-43431, CVE-2025-43433 og CVE-2025-43434. Enginn af þeim hefur fengið CSVv3 veikleika stig enn sem komið er.
– https://thehackernews.com/2025/11/googles-ai-big-sleep-finds-5-new.html
Gladinet
Veikleikinn CVE-2025-11371 gerir ógnaraðila kleift að komast yfir lykil úr Web.config og nýta sér veikleikann CVE-2025-30406 til að fjarkeyra kóða (e. remote code execution). Verið er að misnota þennan veikleika eins og stendur.
– https://www.huntress.com/blog/gladinet-centrestack-triofox-local-file-inclusion-flaw
Control Web Panel (CWP)
Veikleikinn CVE-2025-48703 í CWP CentOS Web Panel með veikleikastig upp á 9.0 gerir óauðkenndum ógnaraðila kleift að fjarkeyra kóða (e. remote code execution).
– http://cwe.mitre.org/data/definitions/78.html