EN

Svikasímtöl – þú átt inneign

Mikið hefur borið á svikasímtölum undanfarið þar sem óprúttnir aðilar reyna að hafa fé af fólki. Símtölin eru oft látin líta út fyrir að vera frá íslenskum símanúmerum og yfirleitt er töluð enska.

  • Sá sem hringt er í á að eiga inneign (refund) og er boðin aðstoð við að leysa peninginn út
  • Sá sem hringir biður um aðstoð við rafmyntakaup og lofar þóknun fyrir

Hvert er markmiðið með svikunum?

Í langflestum tilfellum er reynt að fá þann sem hringt er í til að setja upp forrit á tækinu sem gerir svikurunum kleift að taka stjórn á því. Ef það tekst geta aðilarnir nýtt tækin rétt eins og þeir hefðu þau í höndunum. Dæmi um slík forrit eru:

  • Any Desk
  • Team Viewer
  • Iperius

Hvað geri ég ef ég fæ svikasímtal?

  • Endaðu símtalið strax
  • Ef þú skelltir á og fylgdir engum fyrirmælum þarftu ekkert að óttast
  • Ef þú fylgdir einhverjum fyrirmælum skaltu hiklaust hafa samband við viðskiptabankann þinn
Scroll to Top