Svikarar eru um þessar mundir að reyna að svíkja fé úr seljendum á Bland.is, íslenska notuð í samskiptum.
Svikin fara þannig fram að aðili þykist hafa áhuga á vöru viðkomandi seljanda og óskar eftir því að hann opni hlekk sem sendur er til að greiðslan geti klárast. Hlekkurinn liggur hins vegar á svikasíðu og upplýsingar skráðar þar nýttar til að brjótast inn á heimabanka viðkomandi.
Sumir hlekkjana hafa innihaldið nafn Póstsins til að gefa þeim aukið vægi. CERT-IS hvetur til varkárni í viðskiptum á netinu og að seljendur láti ekki sannfæra sig í að nota aðrar leiðir en viðkomandi vettvangur býður upp á.
Hér að neðan eru dæmi um samskipti við svikara
Seljandi: Sendir myndir af vöru
Svikari: Takk fyrir að senda mér myndirnar. Hver er endanleg verð? Geturðu gefið mér smá afslátt?
Seljandi: hvað segirðu um 13 þús?
Svikari: Takk, ég samþykki verðið.
Svikari: Getum við notað póstþjónustu Pósturinn?
Þú færð peningana fyrirfram.
Ég mun borga fyrir sendinguna.
Kuriérinn kemur heim til þín á þægilegum degi.
(Aðrar upplýsingar í skrinshoti)
Ertu sammála?
Seljandi: Nú, ég vissi ekki að Pósturinn er með slíka þjónustu í boði. Þannig að ég borga ekki neitt og þú borgar þetta allt saman? Býrðu fyrir utan Höfuðborgarsvæði eða?
Svikar: Ég hef greitt. Til að fá peningana og ljúka við söluna, notið þennan tengil (frekari upplýsingar í skrinshoti).
hxxps://posturinn[.]cart-safe645.world/receive/order/xxxxxxx
Hlekkirnir eru látnir líta út eins og þeir séu á vegum Póstsins til að gera svikin trúverðugri
Smelli fólk á hlekkinn opnast síða eins og skjáskotin hér að ofan sýna. Þegar upplýsingar um seljanda hafa verið skráðar inn er beðið aðila um að tilgreina sinn banka til að staðfesta viðskiptin. Eftir valið birtist það sem lítur út fyrir að vera innskráningarsíða á banka viðkomandi en er í raun leið svikaranna til að skrá sig inn á heimabanka þeirra.