CERT-IS varar við fágaðri svikaherferð þar sem því er haldið fram að rafmagnsreikningur sé ógreiddur.
Svikin lýsa sér þannig að viðtakenda berst viðvörun um að ef að greiðsla berist ekki tafarlaust þá verði rafmagnsþjónusta þeirra rofin. Í póstinum er reynt að fá viðtakandann til að smella á falska greiðslusíðu með því að fylgja leiðbeiningum sem líkja eftir hefðbundnum greiðsluferlum.
Vakin er athygli á því að bæði svikapósturinn og falska greiðslusíðan eru hannaðar á mjög sannfærandi hátt, með faglegri framsetningu og trúverðugum texta.
CERT-IS hvetur alla til að sýna aðgát gagnvart tölvupóstum sem hvetja til skyndilegra aðgerða eða innihalda greiðslubeiðnir, jafnvel þótt þeir virðist koma frá þekktum aðilum.
Gott er að hafa eftirfarandi í huga:
Ekki smella á hlekki í óvæntum tölvupósti
Slíkir tenglar geta vísað á falskar vefsíður sem i sem líta út fyrir að áreiðanlegar.
Ekki slá inn persónulegar eða fjárhagslegar upplýsingar nema þú sért fullkomlega viss um öryggi síðunnar
Ef minnsti vafi leikur á er gott að fara beint á opinbera heimasíðu viðkomandi þjónustuaðila, frekar en að fylgja hlekk í tölvupósti.
Ekki flýta þér að bregðast við
Svikarar beita oft tímapressu í skilaboðum sínum til að fá fólk að bregast við án þess að hugsa sig lengi um.