EN

Ný tegund svika – „Hæ mamma“

CERT-IS hefur borist tilkynningar vegna nýrrar tegundar svika þar sem óprúttnir aðilar látast vera börn viðtakanda. Eins og sjá má á skjáskotinu er því haldið fram að barn viðtakanda sé með nýtt símanúmer og hann beðinn að senda skilaboð í gegnum WhatsApp.

Þegar þangað er komið heldur óprúttni aðilinn því fram að hann geti ekki borgað reikning og biður um aðstoð við það.

Vitað er til þess að fjöldi fólks hafi fengið svikaskilaboðin. Þó svikin séu ekki mjög fáguð og ekki sé vitað til þess að fólk hafi fallið fyrir þessu hefur þetta ekki sést hér á landi áður og því tilefni að vara við þessu. Talsvert fágaðri útgáfur af svona svikum hafa sést erlendis þar sem gervigreind er notuð til að líkja eftir viðkomandi og auka trúverðuleika svikanna.

Það er alltaf gott að sannreyna skilaboð sem vekja upp grunsemdir áður en fyrirmælum er fylgt. Ekki skal gera það með því að svara mögulegum svikaskilaboðum. Í þessu dæmi væri það t.d. að hringja í þann sem talið er að skilaboðin komi frá (í skráð símanúmer, ekki það sem kemur fram í skilaboðunum) eða senda þeim skilaboð á samfélagsmiðlum.

CERT-IS vill minna á [email protected] en þangað má senda allar ábendingar og skjáskot af vefveiðum eða öðrum svikum.

CERT-IS hefur borist tilkynningar vegna nýrrar tegundar svika þar sem óprúttnir aðilar látast vera börn viðtakanda. Eins og sjá má á skjáskotinu er því haldið fram að barn viðtakanda sé með nýtt símanúmer og hann beðinn að senda skilaboð í gegnum WhatsApp.

Þegar þangað er komið heldur óprúttni aðilinn því fram að hann geti ekki borgað reikning og biður um aðstoð við það.

Vitað er til þess að fjöldi fólks hafi fengið svikaskilaboðin. Þó svikin séu ekki mjög fáguð og ekki sé vitað til þess að fólk hafi fallið fyrir þessu hefur þetta ekki sést hér á landi áður og því tilefni að vara við þessu. Talsvert fágaðri útgáfur af svona svikum hafa sést erlendis þar sem gervigreind er notuð til að líkja eftir viðkomandi og auka trúverðuleika svikanna.

Það er alltaf gott að sannreyna skilaboð sem vekja upp grunsemdir áður en fyrirmælum er fylgt. Ekki skal gera það með því að svara mögulegum svikaskilaboðum. Í þessu dæmi væri það t.d. að hringja í þann sem talið er að skilaboðin komi frá (í skráð símanúmer, ekki það sem kemur fram í skilaboðunum) eða senda þeim skilaboð á samfélagsmiðlum.

CERT-IS vill minna á [email protected] en þangað má senda allar ábendingar og skjáskot af vefveiðum eða öðrum svikum.

Scroll to Top