Nú er að ganga í garð mikil netverslunartörn. Næstu helgi er Singles day og Svartur Föstudagur fylgir þar fast á eftir. Þetta eru með stærstu netverslunardögum okkar Íslendinga og margir sem halda að sér höndum allt árið til að gera góð kaup yfir þá.
CERT-IS hvetur alla sem nýta sér tilboðin og panta heimsendingu að hafa góða yfirsýn yfir þær pantanir sem von er á. Taka saman á einn stað allar þær verslanir sem verslað er við og einnig hver mun sjá um afhendinguna ef það er gefið upp.
Árásaraðilar hafa lengi beitt vefveiðum í nafni dreifingaraðila í von um að svíkja t.d. kortaupplýsingar út úr fórnarlömbunum. Einnig hefur borið á svikum þar sem árásaraðilar herma eftir þekktum netverslunum, auglýsa veglega afslætti á samfélagsmiðlum og veiða fólk þaðan á svikasíðurnar. Nánar má lesa um slík svik hér.
CERT-IS hvetur fólk að vera á varðbergi, sérstaklega gagnvart öllum smáskilaboðum tengdum kaupa á netinu. Ef einhverjar grunsemdir vakna um að sendandi sé ekki sá hann segist vera er best að fara beint á vefsíðu fyrirtækisins/stofnunarinnar í stað þess að smella á hlekki í skilaboðum