Í tilefni af degi íslenskrar tungu hefur CERT-IS tekið saman hugtakasafn þar sem ensk tölvu- og netöryggishugtök eru útskýrð á íslensku. Safnið inniheldur bæði íslenskar þýðingar og skýringar á fjölda enskra orða og hugtaka sem tengjast tölvutækni, með sérstakri áherslu á netöryggi.
Með þessu framtaki vonumst við til að auðvelda fagfólki, áhugamönnum og almenningi að skilja og nota þessi hugtök á íslensku.
Hér má sjá Hugtakasafn CERT-IS.