CERT-IS varar við hnitmiðuðum svikasímtölum þar sem svikarar reyna að blekkja starfsmenn fyrirtækja.
Um er að ræða svikasímtöl sem berast viðtakendum frá innlendum farsímanúmerum, þar sem svikararnir falsa númerin sem hringt er úr (e. spoofing). Þeir kynna sig sem fulltrúa annars fyrirtækis, tala ensku og segjast þurfa aðgang að tölvu viðkomandi starfsmanns.
Við hvetjum alla til að sýna aðgát, staðfesta hver hinn aðilinn er og aldrei veita óþekktum aðilum aðgang að tölvum eða viðkvæmum upplýsingum – hvort sem um ræðir tölvur fyrirtækja eða persónulegar tölvur.