EN

CERT-IS varar við svikum sem biðja viðkomandi að tilgreina viðskiptabanka í nafni island.is

Aukning hefur orðið á svindlum þar sem líkt er eftir innskráningarsíðu  island.is og telur CERT-IS ástæðu til að vara við aðferðinni
Uppfært 18. okt. 2023.

Eftirlíkingin er góð en fólk er beðið að velja sinn banka fyrir innskráningu. Engin þjónusta fer fram á slíkt við innskráningu og vill CERT-IS því benda á að aðeins svikasíður óska eftir því að fólk tilgreini bankann sinn samhliða innskráningu.

Einnig er vefslóðin góð vísbending hvort að um svikasíðu sé að ræða. Það er nauðsynlegt að skoða bæði lén (Domain name) og höfuðlén (TLD – Top Level Domain) vandlega og ganga úr skugga um að þau séu í samræmi við þjónustuna sem sendandinn segist vera.
Við höfum til dæmis séð vefslóðina island-is.com sem var að reyna að herma eftir island.is.

Allir geta sent okkur skjáskot af svikaskilaboðum eða vefveiðitölvupóstum á [email protected] en einnig er tekið við tilkynningum um slíkt á heimasíðu CERT-IS.

Ef þú hefur smellt á vefveiðaslóð og gefið upp símanúmer og samþykkt rafræna auðkenningu þá er ráðlegging CERT-IS að hafa strax samband við sinn viðskiptabanka. 
Sömuleiðis ef þú hefur grun um að ekki sé allt í felldu með færslur eða aðgengi að þínum einkabanka.

Deildu núna

Categories

Post Tags

Scroll to Top