EN

Alvarlegur veikleiki í GitLab Inc.

Tilkynnt var um alvarlegan veikleika í GitLab CE/EE hjá GitLab Inc. Veikleikinn gerir árásaraðilum kleift að lesa skrár á þjóninum.  CERT-IS mælir með að uppfært sé eins fljótt og auðið er í útgáfu þar sem veikleikinn hefur verið lagfærður.

CVE-2023-2825

Veikleikinn er með CVSSv3 einkunn uppá 10 og gerir óauðkenndum, fjartengdum árásaraðilum kleift að lesa skrár á þjóninum við sérstakar aðstæður. Það þarf að vera viðhengi í opnu verkefni og verkefnið faldað (e. nested) innan að minnsta kosti fimm hópa. Ekki hefur verið gefið ítarlegri upplýsingar en við mælum með að lesa tilkynninguna frá GitLab [1].

Eftirfarandi kerfi eru veik fyrir gallanum:

  • GitLab Community Edition (CE): 16.0.0
  • GitLab Enterprise Edition (EE): 16.0.0

Veikleikinn hefur verið lagfærður í eftirfarandi útgáfum:

  • GitLab Community Edition (CE): 16.0.1
  • GitLab Enterprise Edition (EE): 16.0.1

Tilvísanir:

[1] https://about.gitlab.com/releases/2023/05/23/critical-security-release-gitlab-16-0-1-released/
[2] https://www.bleepingcomputer.com/news/security/gitlab-strongly-recommends-patching-max-severity-flaw-asap/

Deildu núna

Categories

Post Tags

Scroll to Top