Atlassian gaf út uppfærslu á dögunum vegna veikleika í Bitbucket Server og Bitbucket Data Center. Veikleikinn hefur fengið auðkennið CVE-2022-43781 og er hann metinn sem alvarlegur (e. critical).
Veikleikinn hefur í för með sér að árásaraðili geti keyrt skaðlegar skipanir á Bitbucket Server og Data Center (e. code execution).
Þær útgáfur sem veikar eru fyrir CVE-2022-43781:
- Bitbucket Data Center and Server 7.0 to 7.21
- Bitbucket Data Center and Server 8.0 to 8.4 if mesh.enabled is set to false in bitbucket.properties
CERT-IS mælir með að uppfæra kerfin sem fyrst án tafa.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Atlassian: