Tilkynnt var um alvarlegan veikleika í Privileged Remote Access (PRA) og Remote Support (RS) hjá Beyondtrust. Veikleikinn er með veikleikastig upp á 10 og gerir óauðkenndum ógnaraðila kleift að fá fullan aðgang að kerfinu. Ekki er vitað til þess að búið sé að mistnota veikleikann [1]. CERT-IS mælir með að uppfært sé eins fljótt og auðið er í útgáfu þar sem veikleikinn hefur verið lagfærður.
Eftirfarandi kerfi er veikt fyrir gallanum
Remote Support: 23.2.1 og 23.2.2
Privileged Remote Access: 23.2.1 og 23.2.2
Veikleikinn hefur verið lagfærður í eftirfarandi útgáfu
Remote Support: 23.2.3
Privileged Remote Access: 23.2.3
Tilvísanir
[1] https://beyondtrustcorp.service-now.com/csm?id=kb_article_view&sysparm_article=KB0020207