EN

Alvarlegur veikleiki í Apache

Tilkynnt var um alvarlegan veikleika í ActiveMQ hjá Apache. ActiveMQ er skilaboðamiðlari og er notaður sem millihugbúnaður í fjölda forrita.  CERT-IS mælir með að uppfært sé eins fljótt og auðið er í útgáfu þar sem veikleikinn hefur verið lagfærður.

CVE-2023-46604

Veikleikinn er með CVSSv3 veikleikastig upp á 10 og gerir ógnaraðila kleift að fjarkeyra kóða á tæki sem ActiveMQ er uppsett á, ekki er æskilegt að hafa ActiveMQ aðgengilegt frá internetinu [1].

Eftirfarandi kerfi eru veik fyrir gallanum

Apache ActiveMQ

<5.15.16, 5.16.0-5.16.6, 5.17.0-5.17.5, 5.18.0-5.18.2

Apache ActiveMQ Legacy OpenWire Module

5.8.0-5.15.15, 5.16.0-5.16.6, 5.17.0-5.17.5, 5.18.0-5.18.2

Veikleikinn hefur verið lagfærður í eftirfarandi útgáfum

Apache ActiveMQ

5.15.16, 5.16.67, 5.17.7, 5.18.3

Apache ActiveMQ Legacy OpenWire Module

5.15.16, 5.16.67, 5.17.7, 5.18.3

Tilvísanir

[1] https://activemq.apache.org/security-advisories.data/CVE-2023-46604-announcement.txt

Deildu núna

Categories

Post Tags

Scroll to Top