Lykilorð
Meðalmanneskja í dag er með tugi aðganga að ýmsum kerfum sem eru í það minnsta læst með lykilorðum. Það getur verið freistandi að nota sömu eða svipuð lykilorð á mismunandi svæðum en það er mjög varasamt. ef lykilorðið kemst í rangar hendur s.s. í gagnaleka eða vefveiðum.
Hvað er til ráða þegar lykilorðunum fjölgar um of?
Lykilorðabankar geta verið nytsamlegir í stafræna heiminum sem við búum við í dag. Þá má bæði nota til að búa til lykilorð og geyma þau. Þannig er hægt að hafa löng, flókin og einstök lykilorð á hvern aðgang fyrir sig.
Hefur lykilorðið mitt lekið?
Sé það staðan er mikilvægt að breyta því lykilorði sem allra fyrst ef því hefur ekki verið breytt síðan lekinn átti sér stað. Hafi lykilorðið eða svipað lykilorð verið notað annars staðar er mikilvægt að breyta þeim einnig.
Mikilvægt er að skoða svo hvort óeðlilegar innskráningar hafi átt sér stað milli þess sem lykilorðið lak og því var breytt. Flestar þjónustur bjóða upp á yfirlit innskráðra tækja og/eða lista yfir innskráningar sem getur gefið vísbendingar um óeðlilegan aðgang.
Lykilorð eða Lykilfrasi?
Ýmsir telja hugtakið „lykilorð“ (e. password) hefði átt að vera „lykilfrasi“ (e. passphrase) frá upphafi. Hugtakið veldur því að við hugsum um fyrirbærið sem eitt orð frekar en setningu eða orðasafn sem er mun betri vörn en stök orð og mun erfiðara fyrir tölvur að „giska á“ í jarðýtu-árás (e. brute force attack). Þar eru tölvur látnar giska á fjöldan allan af lykilorðum fyrir sama aðgang og því flóknari sem lykilorðin eru því betri vörn eru þau við slíkri árás.