Í sífellt stafrænna samfélagi er fjölþátta auðkenning nauðsynlegri með hverju árinu.
Þú týnir lyklunum þínum á almanna færi og lyklakyppan er merkt heimilisfanginu þínu. Ef aðlilinn sem finnur lyklana er óprúttinn gæti hann nýtt sér fundinn og valsað inn á heimilið þitt og látið greipar sópa.
Ímyndaðu þér núna að þú sért með fingrafaraskanna við útidyrnar og lykillinn einn dugar ekki til að opna hana. Nú duga lyklarnir ekki einir og sér til að opna hurðina og óprúttni aðilinn þarf að hafa mun meira fyrir því að brjótast inn.
Þetta er líkt því og ef lykilorðið þitt kemst í hendur óprúttina aðila t.d. í gagnaleka eða vefveiðum. Sé aðgangurinn þinn ekki varinn nema með lykilorðinu hefur aðilinn sem veit það óheftan aðgang að því kerfi sem um ræðir. Fjölþátta auðkenning þýðir að óprúttnir aðilar þurfa meira en bara lykilorðin okkar til að brjótast inn.
Smellið hér til að lesa meira um fjölþátta auðkenningu.