Um CERT-IS
CERT-ÍS er netöryggissveit á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar. Hún starfar samkvæmt 47 gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003 og reglugerð nr. 475/2013. Sveitin hóf formlega starfsemi árið 2013. Nánari upplýsingar um regluverk í fjarskiptum og netöryggismálum má finna á heimasíðu Póst og fjarskiptastofnunar.
Um CERT-IS
Hvað er CERT?
Skammstöfunin CERT stendur fyrir Computer Emergency Response Team sem er oft notað fyrir viðbragðsteymi á sviði tölvu og netöryggismála. "CERT" er skráð vörumerki í eigu Carnegie Mellon University og hefur CERT-IS leyfi skólans til notkunar á því.

Alþjóðlegt samstarf
CERT-ÍS er þátttakandi og tengiliður íslenskra stjórnvalda í innlendu og alþjóðlegu samstarfi um viðbrögð og varnir á sviði tölvu og netöryggis. Þar á meðal er CERT-IS þátttakandi í NCC (Nordic CERT Cooperation) sem samanstendur af þjóðar netöryggissveitum norðurlandanna.
CERT-IS hefur hlotið vottun FIRST samtakanna sem eru alþjóðleg samtök viðbragðsaðila á sviði netöryggismála.
CERT-IS er skráð CSIRT teymi hjá Trusted Introducer sem eru samtök evrópskra viðbragðsaðila á sviði netöryggis.
Samskipti og trúnaður
CERT-IS notar TLP trúnaðarflokkun í sínum samskiptum og virðir trúnað í samræmi við það. Þeim sem óska eftir að eiga örugg samskipti við sveitina er bent á að nota PGP dulkóðunarlykla.