Hoppa yfir valmynd

Netárásir á íslenskt netumdæmi

16. maí 2023

CERT-IS staðfestir að netárásir hafa verið gerðar í íslenska netumdæminu og hefur ógnarhópurinn NoName057 lýst yfir ábyrgð. Dreifðum álagsárásum  ( e. DDoS attack) var beint gegn einstaka vefsíðum og hýsingaraðilum sem gerði það að verkum að margar vefsíður lágu tímabundið niðri. Viðbragðsaðilar hafa unnið að því að koma vefsíðum upp og eflt varnir sínar.  

Við viljum vekja athygli á því að innbrotstilraunir (e. intrusion) í kerfi hafa verið gerðar í kjölfar dreifðra álagsárása. Ekki er útilokað fleiri árásir verða gerðar á íslenska netumdæmið og hvetur CERT-IS rekstar- og öryggisstjóra að vera á varðbergi og tilkynna allt grunsamlegt á cert@cert.is.