Netöryggisæfing CERT-IS og SURF
11. okt. 2022
Þann 5. október síðastliðinn stóðu CERT-IS og SURF (Samstarfsvettvangur um rekstraröryggi fjármálainnviða) fyrir netöryggisæfingu með fjármálageiranum.
Markmið æfingarinnar var að prófa samskipti, ferla og viðbrögð þegar ógn steðjar að fjármálageiranum. Æfingin var skrifborðsæfing þar sem keyrt var í gegnum tilbúinn söguþráð og aðstæður færðar upp á neyðarstig.
Þetta er í fyrsta skipti sem CERT-IS og SURF standa sameiginlega að æfingu með fjármálageiranum en eitt af hlutverkum CERT-IS gagnvart sviðshópum mikilvægra innviða er að halda reglulegar netöryggisæfingar.
Æfingin gekk vel, þáttaka var góð og mikill lærdómur sem má draga af æfingunni.