Óvissustigi fjarskiptageirans aflýst
Óvissustigi fjarskiptageirans var lýst yfir þann 9. september síðastliðnum vegna hótana um meirháttar árás sem barst frá aðila sem talin var trúverðug.
Vegna getu hópsins til að framkalla mjög stórar DDoS árásir var lýst yfir óvissustigi sem virkjaði svokallað neyðarstjórn fjarskiptageirans en í henni eru fulltrúar stærstu netþjónustufyrirtækja landsins. Í kjölfarið voru svo sendar út tilkynningar til aðila í hýsingar- og fjarskiptaiðnaðinum og fulltrúar þeirra fyrirtækja upplýstir um stöðu og framvindu mála.
Þar sem ekki hafa borist nýjar hótanir og ekki orðið af stórum árásum hefur óvissustig verið afturkallað en þó mun CERT-IS halda áfram að fylgjast með tilkynningum frá fyrirtækjum um netvá og ógnir sem þessar.
CERT-IS vill jafnframt koma á fram þökkum til þeirra fyrirtækja sem sendu fulltrúa og voru virkir í að koma áfram ábendingum um tilkynningar utanað úr heimi. Upplýsingaflæði sem slíkt er forsenda fyrir því að hægt sé að halda uppi ástandsvitund um netöryggi á landinu.